Tix.is

Um viðburðinn

Part of The Reykjavik Fringe Festival

Stígið niður til Vítis þann 4. júlí 2019 með Rauða skáldahúsinu. Gangið inn í furðustofuna og gleðjist með ljóðum, listum, vonum, vínum eða hvadsomhelst.

Allt kvöldið munu ljóðskáldin bjóða gestum sínum að endurskoða uppruna sinn, að hreyfa sig í takt við fagnaðarsöng alheimsins og óhefluð öskur hinnar mannlegu sálar. Listakonan Michelle Bird teiknar afar persónulegar myndir af gestum í einrúmi og sýnir þeim hvernig sál þeirra blasir við augum hennar.

 Ykkur er boðið að baða ykkur í annarri veröld með hópi leikskálda sem bjóða upp á einkalestra; með norninni Snæuglu sem les örlög ykkar í spilin; með loftfimleikalistakonunni Ungfú Hringaná og dansaranum Maríu Callístu sem vefur syndir ykkar í silki. Bibi Bioux mun heiðra samkomuna með söng.

 Herðið upp hugann og mætið til að verða vitni að sönnum furðum.

 Það eru níu vítishringir. Og öll tilheyrum við einhverjum þeirra.





Reykjavik Fringe 2019