Tix.is

Um viðburðinn

Þriðjudagskvöld með Tvíhöfða – í Háskólabíói.

 

Tvíhöfði, þeir Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson hafa nú lokið sigurgöngu sinni á RUV í vetur og eru á leið í langþráð sumarfrí. Þáttur þeirra sem verið hefur á sunnudagskvöldum á Rás 2 hefur verið einn vinsælasti hlaðvarpsþáttur sem RUV hefur boðið uppá í vetur. Um páskanna síðustu héldu þeir félagar vel heppnað skemmtikvöld í Ísafjarðarbíói þar sem færri komust að en vildu. Vegna fjölda áskoranna hefur Tvíhöfði nú ákveðið að endurtaka leikinn í höfuðborginni og varð Háskólabíó fyrir valinu – enda álíka stórt og Ísafjarðarbíó miðað við höfðatölu.

 

Skemmtunin fer fram þann 4 júní – sem er þriðjudagskvöld, enda eru það réttu kvöldin fyrir skemmtanir að mati Tvíhöfða. Það tók nokkurn tíma fyrir Tvíhöfða að ákveða með þessa skemmtun enda hefur annar helmingurinn, Jón Gnarr, átt við veikindi að stríða – en hann verður nýkominn úr líkþorsnaðgerð þegar skemmtunin verður haldin.

 

Skemmtunin hefst kl. 20, þriðjudagskvöldið 4 júní.