Tix.is

  • 1. - 6. júlí
Um viðburðinn

Hátíðararmband RVK Fringe býður aðgang að öllum sýningum sem eiga sér stað á helstu sýningarstöðum hátíðarinnar.

Eftirfarandi staðir bjóða armbandshöfum upp á fjölbreytta dagskrá sem inniheldur marga tugi leikhús-, dans-, uppistands-, kabaretts-, tónlistar-, sirkús-, töfrabragða-, myndlistar- og barnasýninga ásamt námskeiðum:

Aðventkirkjan, Dansverkstæðið, Dillon, Gallerí Fold, Gaukurinn, Hannesarholt, Hard Rock, Hlemmur Square, IÐNÓ, Kaffi Lækur, Listastofan, Norræna húsið, R6013, Secret Cellar, Sirkústjald Sirkús Íslands, Tjarnarbíó og Þjóðleikhúskjallarinn. Einnig eru í boði sýningar sem fara fram utandyra.

Vinsamlega athugið að armbandið veitir ekki aðgang að námskeiðum, en býður upp á 20% afslátt. Sumar sýningar eru með mjög takmarkaða miða í sölu, og er mælt með að kaupa miða á þá sérstaklega.

Sýningar með takmörkun á fjölda sýningargesta eru:

  • Kassinn
  • A time-travel lip-sync silent-disco walking-tour performance house-party by the Orchestra of Kimis

Opnunarpartý fer fram 29. júní kl 20 á Hlemmi Square, styrktaraðila hátíðarinnar, og er aðgangur ókeypis.

Forsýningarkvöld fer fram 30. júní kl 19:30 í Tjarnarbíói, aðalbækistöð hátíðarinnar, og er aðgangur ókeypis.

Ókeypis aðgangur er fyrir unglinga á aldrinum 13-18 ára á dagleg Youth Fringe námskeið, og ókeypis aðgangur fyrir almenning á Youth Fringe sýningar sem fara fram 5. og 6. júlí.

Yfir 100 sýningar, með meira en 250 sýningartímum eiga sér stað milli 1. og 6. júlí víðsvegar um borgina.

Hátíðararmband kostar eingöngu 9.900 kr, og dagspassar eru í boði fyrir 4.900 kr.

Frekari upplýsingar um dagskrána má finna á rvkfringe.is og á hátíðar appinu RVK Fringe.