Tix.is

Um viðburðinn

Næsta skrefið - blað brotið í þróunarsögunni er útskriftarverk af sviðshöfundabraut eftir Helga Grím Hermannsson.

Vísindamennirnir María og Magnús hafa undanfarið rannsakað möguleika mannskepnunnar til að koma aftur undir sig fótunum, standa beina í baki og sinna sínu hlutverki sem mikilvægasti hlekkur lífs og þróunar. Þau ætla að halda kynningu sem mun umbylta öllu manngerðu umhverfi eins og við þekkjum það.

Aðstandendur:
Leikarar: Kristrún Kolbrúnardóttir, Mio Storåsen, Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir
Listrænn ráðunautur: Sarah Maria Yasdani
Hljóðmynd: Kristjón Hjaltested
Aðstoðarleikstjóri: Sigurður Ingvarsson