Tix.is

Um viðburðinn

Hátíðarpassar á Alþjóðlega Kvikmyndahátíð í Reykjavík eru nú fáanlegir á sérstökum Early Bird kjörum - 13.900kr.
Þetta einstaka tilboð tekur gildi 2. Maí og varir í 48 klukkustundir.
Tryggðu þér aðgang að magnaðri dagskrá RIFF 2019 sem verður þétt skipuð verðlaunamyndum, Q & A sýningum, meistaraspjöllum með brautryðjendum úr alþjóðlega kvikmyndageiranum ásamt mörgum öðrum spennandi viðburðum.

RIFF 2019 verður haldin dagana 26. september til 6.október og nú getur kvikmyndaáhugafólk nálgast hátíðarpassa á sérstöku forsöluverði. Tilboðið gildir aðeins í 48 klst. Nú er því um að gera að nýta tækifærið og kaupa sér miða á einn stærsta menningarviðburð ársins. Einnig er hægt að nálgast miðana á heimasíðu RIFF. Hátíðarpassi RIFF veitir ótakmarkaðan aðgang að kynngimagnaðri dagskrá hátíðarinnar í ár. Við lofum skemmtun, fræðslu og brillíant stemmningu!

Síðustu ár hafa um 100 kvikmyndir í fullri lengd frá um 40 löndum verið sýndar á RIFF en hátíðin er sjálfstæð og óháð kvikmyndahátíð sem rekin er án hagnaðar. Fjölda þekktra nafna úr kvikmyndaheiminum hafa lagt nafn sitt við hátíðina en meðal þeirra eru leikstjóri Broken Flowers Jim Jarmusch, Milos Forman leikstjóri One Flew Over the Cuckoo’s Nest, leikkonan Shailene Woodley úr Big Little Lies en hún sat í dómnefnd síðustu hátíðar, leikstjóri Bird Box og Brothers Susanne Bier og Mads Mikkelsen sem er flestum Íslendingum kunnur, en hann hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi feril sinn á hátíðinni í fyrra.

Sjáumst í bíó !
RIFF