Tix.is

Um viðburðinn

Verðlaunaplatan Mitt bláa hjarta - 14 nýir jazzsöngvar eftir Karl Olgeirsson verður flutt í Þjóðleikhúskjallaranum föstudagskvöldið 17.maí. Sigríður Thorlacius mun syngja lögin ásamt höfundi sem einnig leikur á píanó. Þeim til fulltyngis verða Jóel Pálsson saxófónleikari og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.

Karl hlaut nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem lagahöfundur ársins og fyrir plötu ársins í jazzflokki og verður spennandi að heyra lögin í flutningi fjórmenninganna.