Tix.is

Um viðburðinn

Margrét Erla Maack býður uppáhalds-skemmtikröftum sínum í þeysireið um Ísland og kemur við nokkur kvöld í Tjarnarbíói. Engar tvær sýningar verða eins enda er von á mismunandi fólki í hverri viku - allt í allt verða 30 listamenn sem koma fram á öllu ferðalaginu sem teygir sig yfir júní og júlí. Nánar má lesa um hverja sýningu fyrir sig og allt ferðalagið á www.bukalu.net 

Sýningin blandar saman burlesque, sirkus, gríni og almennu rugli og hentar ekki fólki undir 18 ára.

Margrét Erla Maack ásamt gestum úr ýmsum áttum. 
Framleiðandi: Margrét Erla Maack
Tæknimaður: Hafliði Emil Barðason