Tix.is

Um viðburðinn


Lay Low hefur unnið sér góðan sess í íslensku tónlistarlífi frá því að hún kom fram með fyrstu plötu sína árið 2006. Síðan þá hefur hún gefið út 4 plötur, unnið í kvikmyndum og leikhúsi auk þess að syngja með hinum ýmsum kollegum sínum.


Lay Low hefur búið í Ölfusi undanfarin 5 ár og nú er heldur betur kominn tími til þess að mæta í Þorlákshöfn og halda tónleika. Tónleikarnir verða á hinum frábæra stað, Hendur í Höfn, þann 25. maí 2019.


Miðasala er 3000 krónur og tónleikar hefjast kl 21