Tix.is

Um viðburðinn

Kolibri kynnir: Continuous Service Design með Jeffrey Sussna  

Þann 16. maí næstkomandi mun Kolibri halda vinnustofu með Jeffrey Sussna, rithöfundi bókarinnar Designing Delivery: Rethinking IT in the digital service economy. 

Stafræn vegferð blasir við flestum fyrirtækjum og stofnunum í einhverri mynd. Þessi vinnustofa er sérstaklega ætluð þeim sem munu leiða eða vinna að stafrænni vegferð hjá sínum fyrirtækjum og stofnunum. 

Vinnustofan ber heitið Continuous Service Design. Þar verður farið yfir hugmyndafræði sem mætti kalla loforðadrifna hönnun (e. Promise driven design) en hún felur í sér skipulagningu á vinnu út frá útkomu til handa viðskiptavina. Aðferðafræðin sameinar grunnhugmyndir Agile, DevOps og hönnunarhugsunar. Einstaklingar og teymi sem vinna að stafrænni vegferð geta nýtt sér aðferðina til að greina:

  • Hagnýt og praktíst loforð sem viðskiptavinum eru gefin 
  • Hvort verið sé að gefa viðskiptavinum rétt loforð
  • Hvernig á að hámarka getuna til að standa við gefin loforð (eða bæta fyrir það ef ekki er staðið við loforð)

Stafræn þjónusta felur í sér mun meira en að afgreiða lausnir hratt. Teymi þarfnast aðferða til að geta stöðugt náð samstillingu með viðskiptavinum sínum og hvert með öðru. Þau þurfa hæfni í að bæta stöðugt við sig þekkingu og getuna til að geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum. Til þess að geta hannað með notagildi og notendaupplifanir í fyrirrúmi, þurfa þessi teymi sameiginlegt tungumál sem tengir saman vegferðir viðskiptavina og starfsfólks. 

Loforðabundin hönnun er aðferð sem leiðir til stöðugra umbóta í getu fyrirtækja til að skilja og þjóna viðskiptavinum sína. Það býður upp á sameiginlegt tungumál fyrir hagnýta, praktíska og kerfislega hönnun. Hún sameinar hönnun og rekstur, og gerir þar með þjónustuhönnun og afgreiðslu lausna hagkvæmari. 

Á þessari heils dags vinnustofu mun Jeffrey Sussna kenna hvernig má sannarlega þróa þjónustu- og lausnamiðaða skipulagsheild. Jeffrey notar hagnýta tækni í kennslu sinni og sterk dæmi sem gefa góðar vísbendingar um hvernig hægt er að notast við loforðamiðaða hönnun bæði út á við gagnvart viðskiptavinunum og inn á við í fyrirtækin. 

Fyrir hverja er vinnustofan?

  • Leiðtoga og stjórnendur sem sjá fram á stafræna vegferð.
  • Hönnuði, forritara og annað starfsfólk sem vill bæta við sig þekkingu þegar kemur að þjónustuhönnun.
  • Aðila sem vilja tileinka sér hönnunarhugsun og notendamiðaða hönnun. 

Vinnustofan verður haldin í Norræna húsinu. Húsið opnar kl. 8:30 með léttum morgunverði og skráningu gesta. Vinnustofan hefst svo kl. 9:00 og stendur til kl. 16:00. Boðið verður upp á hádegisverð og kaffi og drykkir verða í boði yfir daginn. 

Verð fyrir þátttöku í vinnustofunni er kr. 69.500