Tix.is

Um viðburðinn

Leikhúslistakonur 50+ leiklesa verkið Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson í leikstjórn Sveins Einarssonar í Hljóðbergi föstudaginn 26. apríl kl.20 og sunnudaginn 28.apríl kl.16. Veitingahúsið er opið fram að sýningu báða dagana. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is

Leikstjóri er Sveinn Einarsson. Verkið er hluti af leiklestrum hópsins á verkum Odds Björnssonar undir stjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur í Hannesarholti á vorönn og er síðast í röðinni.

Þrettánda krossferðin er síðasta verk Odds og að margra dómi hans merkasta og torráðnasta.  Leikstjórinn Sveinn Einarsson fylgdist með tilurð verkisns, en hann og Oddur unnu saman að ýmsum verkum til dæmis Dansleik. Krossferðin var sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Líkt og annað stórvirki, Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobsson fjallar verkið í kjarna sínum um heimsfrið, samið í skugga kjarnorkusprengna og Vietnamstríðs en þvi miður á boðskapur þess ekki síður við  en þegar það fyrst kom fram. Um 10 leikarar taka þátt í letsirnum, þar á meðal eru þrír af efnilegustu ungu leikurum okkar.
''