Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitin GÓSS heldur tónleika í Stykkishólmskirkju, laugardagskvöldið 25. maí.


Hljómsveitin GÓSS er skipuð tveimur af ástsælustu söngvurum landsins, þeim Sigríði Thorlacius og Sigurði Guðmundssyni, ásamt Guðmundi Óskari, bróður Sigurðar og meðleikara Sigríðar úr Hjaltalín og víðar.


Hljómsveitin GÓSS hefur hlotið einróma lof fyrir tónleika sína um land allt undanfarin ár og heldur núna sína fyrstu tónleika í Hólminum. Tónleikadagskráin verður samansett af ýmsum lögum frá ferli meðlima sveitarinnar en einnig mikið af þeirra uppáhaldslögum, með hljómsveitum og tónlistarfólki á borð við Neil Young, Abba og NýDönsk svo fátt eitt sé nefnt.


Um er að ræða hugljúfa og einstaka kvöldstund með okkar fremsta tónlistarfólki sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.


Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og opnar húsið hálftíma fyrr. Frjálst sætaval.