Tix.is

Um viðburðinn

Uppistandshópurinn Mið-Ísland heldur nú í fyrsta sinn til Vestmannaeyja með nýja uppistandssýningu sína, Mið-Ísland 2019. Hópurinn lofar frábærri kvöldstund í Höllinni í Vestmannaeyjum fyrir alla sem vilja lyfta sér upp og sjá fremstu uppistandara landsins troða upp með glænýtt efni. Frá upphafi hafa Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð staðið fyrir hátt í 500 sýningum og eru gestirnir orðnir meira en 90 þúsund talsins. Sjáumst í Höllinni þann 17. maí.