Tix.is

Um viðburðinn

Prófessor Brian Cox mætir til Íslands með glænýja sýningu, en hann hefur tvívegis komist í Heimsmetabók Guinness fyrir aðsókn á sýningarraðir sínar í Bretlandi og Írlandi.

Í þessari stórskemmtilegu sýningu fá áhorfendur að ferðast að ystu mörkum skilnings okkar á uppruna og þróun sólkerfisins og alheimsins. Robin Ince verður sérstakur gestur á sýningunni en hann er flestum góðkunnur fyrir hlaðvörp sín, þar á meðal „The Infinite Monkey Cage“ sem hann og Brian Cox stýra saman.

Sýningin „Universal: Adventures in Space and Time“ er stórbrotin skemmtun og veitir einstaka innsýn í frumstoðir náttúrunnar.

umsjón: Feelgood & Istage