Tix.is

Um viðburðinn

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin 11. maí á tónleikastaðnum Húrra í Reykjavík.

Headliner kvöldsins: Une Misère

Í ár keppa 6 sveitir í úrslitum og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu 5 sveitanna.

Sérstakir gestir verða UNE MISÈRE sem unnu keppnina hérna heima síðast. Það að taka þátt í keppninni opnaði bókstaflega allar dyr fyrir þeim. Eftir að ná 4. sætinu í lokakeppninni á Wacken 2017, skrifuðu þeir í kjölfarið undir bókunarsamning við eitt virtasta "booking agency" í þungarokkinu í dag, Doomstar Bookings og í fyrra lönduðu þeir útgáfusamningi við stærsta óháða útgáfufyrirtæki heims í þungarokkinu, Nuclear Blast

Í fyrra spiluðu þeir líka á aragrúa tónleika á erlendri grundu, m.a. 3 gigg á hinu ofur-virta Roadburn Festival í Hollandi og komu fram á Eurosonic ESNS showcase hátíðinni í sama landi í byrjun þessa árs. Sumarið 2019 býður svo upp á stórmagnað tónleikaprógram hjá bandinu, þar sem þeir spila á Summer Breeze hátíðinni í Þýskalandi, MetalDays hátíðinni í Slóveníu og svo munu þeir hita upp fyrir risabandið Lamb of God í Hollandi og fara á túr með Aborted og Decapitated í Evrópu. Fyrst munu þeir samt koma fram á Húrra 11. maí og taka allsvakalegt tónleikaprógram, ásamt því að krýna arftaka sína.

Hljómsveitin Blóðmör, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Músiktilraunir í ár, spilar einnig sem sérstakir gestir og munu opna kvöldið. Sveitin gjörsamlega heillaði dómnefnd tilraunanna uppúr skónum og heyrðust m.a. kraftmiklar raddir meðal dómnefndarmanna að andi HAM væri sterkur í bandinu.

Húsið opnar kl. 19.00 og stíga Blóðmör á svið 19:30.

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

Alchemia
Keelrider
Morpholith
Paladin
Thrill of Confusion
Úlfúð

Ásamt dómnefnd hafa áhorfendur einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit en atkvæðaseðlar verða afhentir við inngang.

Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar og ná Une Misère að þá munu þeir stíga á svið hálf tólf og loka kvöldinu.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland og metal-battle.com

Athugið að það er takmarkað magn miða á þennan viðburð og miðarnir munu fara hratt.

Styrktaraðilar keppninnar eru: Rás 2 og einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Studio Hljómur, Studio Hljóðverk, og Merkismenn, sem gefa vinninga í keppninni hérna heima.