Tix.is

Um viðburðinn

SEXTUGUR – Eiríkur Hauksson 04.07.19 í Eldborg

Rokkarinn Eiríkur Hauksson fæddist í Reykjavík 4. júlí 1959 og fagnar því 60 ára afmæli sínu á afmælisdaginn sinn í Eldborg ásamt fríðu föruneyti hljóðfæraleikara og söngvara. Hér verður rokkað og rólað um allt! Frábær skemmtun með einum af okkar ástsælustu söngvurum.
Til hamingju Eiríkur!

Fram koma söngvararnir:
Magni Ásgeirsson
Matthías Matthíasson
Dagur Sigurðsson
Stefán Jakobsson
Regína Ósk Óskarsdóttir
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Pétur Örn Guðmundsson
Friðrik Ómar
Stefanía Svavarsdóttir
Heiða Ólafsdóttir

Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson píanó
Benedikt Brynleifsson trommur
Róbert Þórhallsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Einar Þór Jóhannsson gítar
Diddi Guðnason slagverk
Sigurgeir Sigmundsson gesta-gítarleikari

Strengjakvartett:
Gunnhildur Daðadóttir
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir
Þórhildur Magnúsdóttir
Sverrir Arnórsson

Hljómsveitarstjórn: Þórir Úlfarsson

Hljóðmenn: Haffi Tempó og Björgvin Sigvaldason
Lýsing: Helgi Steinar

Eins og hjá mörgum öðrum byrjaði ferillinn með ýmsum bílskúrsböndum en verulegur skriður komst ekki á málin fyrr en árið 1980 er Eiríkur fékk til liðs við sig Pétur Kristjánsson söngvara. Hljómsveit þeirra START naut mikilla vinsælda og eftir hana liggja t.d. lögin Seinna meir og eigið lag Eiríks, Sekur, sem var af fjölmiðlum kjörið lag ársins 1981. Eiríkur yfirgaf þó START 1983 og lét margra ára draum rætast, að spila alvöru heavy-metal tónlist. Hann stofnaði sveitina DRÝSILL, sem átti eftir ad marka endurreisn þungarokks á Íslandi. Sveitin entist þó ekki lengi og hætti 1985, um þær mundir sem Eiríkur söng tvö lög Gunnars Þórðarsonar inn á plötu hans Borgarbragur. Það er skemmst frá því að segja að bæði lögin náðu toppi vinsældarlista hérlendis og um tíma trónuðu bædi lögin Gull og Gaggó-Vest samtímis í tveimur fyrstu sætunum. Árið 1986 var Eiki beðinn um að ganga til liðs við ICY sönghópinn sem fyrsti fulltrúi íslands í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva. Eiríkur lýsir tímabilinu eftir Gleðibankann sem hálfgerðri sturlun, sem endaði með að hann tók þátt árið eftir í Söngvakeppni Sjónvarpssins með hljómsveitinni Módel sem hlaut annað sæti í íslensku lokakeppninni med lagið Lífið er lag.

Í september 1988 hafði metal-hjartað fengið nóg af popp-vinsældum og ákvað Eiríkur að byrja aftur á núlli, flytja til Noregs og hefja störf með Power-Metal-sveitinni ARTCH frá Noregi. Það sem átti að vera eins til tveggja ára prufutími í útlegð varir enn. Eiríkur hefur átt litríkan feril ytra, ekki bara með Artch og öðrum metal-sveitum, en einnig með JUST4FUN sem var fulltrúi Noregs í Eurovision 1991. Eiríkur var einnig í 6-7 ár söngvari med LIVE FIRE sem Ken Hensley (Uriah Heep) setti saman. „Frábært tímabil.” segir Eiríkur og heldur áfram. „Tónleikar um alla Evrópu, syngjandi lög sem ég kunni frá unglingsárunum”.

Eiríkur hefur í öll þessi ár haldið sambandi vid bransann hér heima og sungið í óteljandi uppfærslum og meira ad segja skroppið í þriðja sinn í Eurovision með lagið „Ég les í lófa þínum“ árið 2007. Nú í seinni tíð hefur Eiríkur verið í þéttu samstarfi með RIGG viðburðum sem nú blása til afmælistónleika 4. júlí í Eldborg ásamt hljómsveit Rigg viðburða. Úrval af bestu söngvurum Íslands koma við sögu og aðstoða Eika í hans vinsælustu lögum, svo og í góðri blöndu laga sem hann telur hafa mótað sig á ferlinum. Sannarlega afmæli sem enginn unnandi Eiríks má láta framhjá sér fara. Sjáumst!

Umsjón: Rigg Viðburðir