Tix.is

Um viðburðinn

Segja má að fyrri hluti þessara tónleika sé borinn uppi af vængjum fiðrilda, en á efnisskránni eru verk tveggja risa í norrænni samtímatónlist sem bæði hverfast um þetta tákn hins fíngerða forgengileika, fiðrildið. Finnska tónskáldiðKaija Saariaho leitaði á náðir fiðrildanna eftir að hafa fengið nóg af bólgnum ástríðum óperuheimsins árið 2000 og samdi Sept Papillon, Sjö fiðrildi – safn smámynda fyrir einleiksselló, þar sem hver kafli veitir mismunandi sjónarhorn á hina töfrandi lífveru og hreyfingar hennar. Danska tónskáldið Bent Sørensen samdi hins vegar stóran þríleik kammerverka undir heitinu Papillons, eða Fiðrildi, á árunum 2013-14, og er píanókvintettinn Rosenbadlokaverkið í þríleiknum, fullt af óræðum og draumkenndum tilfinningum og hughrifum. Eftir hlé taka aðrar vængjaðar verur við af fiðrildunum, en þá leika hinar óviðjafnanlegu frönsku Labèque-systur Gæsamömmusvítufranska tónskáldsins Maurice Ravel, hrífandi og þokkafullt verk í fimm köflum. Í lokaverki tónleikanna bætast svo enn fleiri skepnur, fleygar og ófleygar, við efnisskrána, en það er Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Yfirbragð verksins er bæði fágað og léttúðugt í senn – en í því býr einnig óhefluð andagift tónskálds sem sleppir fram af sér beislinu og leyfir barninu í sér að njóta sín.


Efnisskrá:

Kaija Saariaho                        Sept Papillion (2000)
Bent Sørensen                       Rosenbad – Papillion (2013 – 2014)

Hlé

Maurice Ravel                           Gæsamömmusvíta (1910)
Camille Saint-Saëns               Karnival dýranna (1886)

Listamenn:

Anahit Kurtikyan, fiðla
Ilya Gringolts, fiðla
Yura Lee, víóla
Jakob Koranyi, selló
Katia Labèque, píanó
Marielle Labèque, píanó
Yura Lee, víóla
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó