Tix.is

Um viðburðinn


Í tónlist er tíminn afstæður, og samtal tónlistarmanna samtímans við tónlist liðinna alda er bæði skapandi og frumlegt. Þetta á sérstaklega vel við um tónlist Bachs, sem þótti gamaldags á sinni tíð, en færir samtímanum sífellt nýjar fréttir, eins og heyra má bæði í glæsilegri sónötu fyrir fiðlu og píanó og í hrífandi og forvitnilegum aríum sem hljóma á þessum tónleikum. Fá samtímatónskáld standast svo Ungverjanum György Kurtág snúning þegar hann sendir gengnum kollegum kveðjur og heiðrar þá með fíngerðum smáverkum sem sanna svo ekki verður um villst að áhrifaríkir minnisvarðar eru ekki alltaf stórir í sniðum. Á efnisskrá þessara tónleika Reykjavík Midsummer Music fléttast kaflar úr verki Kurtágs fyrir klarínett, víólu og píanó til minningar um Robert Schumann saman við Ævintýrasögur Schumanns fyrir hljóðfæraskipan, svo tónskáldin tvö fá að skrifast á yfir aldirnar í tónleikasalnum, áður en ungt og framúrskarandi samtímatónskáld tekur við keflinu og sendir sjálfum Kurtág kveðju í tónum. Tónleikunum lýkur svo á tímalausum ljóðaflokki Schumanns, þar sem safarík rödd Florians Boesch flytur okkur innileg skilaboð úr nálægri fortíð.

Efnisskrá:

Johann Sebastian Bach Fiðlusónata nr. 5 í f-moll BWV 1018 (1717 – 1723)
Robert Schumann Märchenerzählungen, op. 132 (1853)
1. Lebhaft, nicht zu schnell
György Kurtág Hommage à Robert Schumann, op. 15d (1990)
1. Merkwürdige Pirouetten des Kapellmeisters Johannes Kreisler – Vivo
2. E.: Der begrenzte Kreis… – Molto semplice, piano e legato
Robert Schumann Märchenerzählungen, op. 132 (1853)
2. Lebhaft und sehr markiert
György Kurtág Hommage à Robert Schumann, op. 15d (1990)
3….und wieder zuckt es schmerzlich F. um die Lippen… – Feroce, agitato
4. Felhó valék, már süt a nap… (Töredék-töredék) – Calmo, scorrevole
Robert Schumann Märchenerzählungen, op. 132 (1853)
3. Ruhiges Tempo, mit zartem Ausdruck
György Kurtág Hommage à Robert Schumann, op. 15d (1990)
5. In der Nacht – Presto
6. Abschied (Meister Raro entdeckt Guillaume de Machaut) – Adagio, poco andante
Robert Schumann Märchenerzählungen, op. 132 (1853)
4. Lebhaft, sehr markiert
Mark Simpson Hommage a Kurtág (2016)

Hlé

Johann Sebastian Bach Sehet, wir gehn hinauf gen Jerusalem, BWV 159 (1729)
Komm, süsser Tod, BWV 478 (1735)
Nun komm, der heiden Heiland, BWV 62 (1724)
Bist du bei mir, BWV 508 (1725)
Robert Schumann / Joseph Eichendorff Liederkreis, op 39 (1840)

Listamenn:
Florian Boesch, baríton
Mark Simpson, klarinett
Ilya Gringolts, fiðla
Yura Lee, víóla
Leonard Elschenbroich, selló
Jakob Koranyi, selló
Víkingur Heiðar Ólafsson, píanó