Tix.is

Um viðburðinn

Magnþrot; deyja; anda; hreyfa sig;


Body in Progress er að hluta til tilraun, gjörningur og linnulaus æfing. Í verkinu rannsakar Rita Maria F. Munoz þessa spurningu: „Getur líkaminn endurræst sig? Tæmt sig öllum upplýsingum og skapað eitthvað annað?“ Það er enginn endir, engin lokaniðurstaða – Body in Progress er andardráttur, hvíld, dauði, augnablik, semíkomma. Líkami í framvindu.


Verkið er hluti af Vorblóti 2019 – árlegri sviðslistahátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin kannar mörkin milli dans, leiklistar og tónlistar og gefur gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytileika sviðslistanna á einu bretti. Hátíðarpassi veitir forgang á öll 8 sviðsverk hátíðarinnar ásamt 20 % afslætti á kaffihúsi Tjarnarbíós.


Rita Maria F. Munoz er danshöfundur og dansari. Í verkum sínum rannsakar hún mannshugann, mannlega hegðun, sjálfsvitund, takmarkanir og endurtekningu. Sem dansari setur hún sjálfa sig í óþægilegar aðstæður og notar þær sem eldsneyti fyrir dansinn. Hún kannar takmarkanir eigin líkama, hvernig þær geta nýst og stundum verið dregnar fram í sviðsljósið. Body in Progress er útskriftarverk hennar frá Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Verkið er í stöðugri þróun, deyr og endurfæðist án afláts. Ekkert sem líkaminn framkvæmir er fullkomið, hann bara er.


Höfundur og flytjandi: Rita Maria F. Munoz Tónlist: Íris Rós Listrænn ráðgjafi: Saga Sigurðardóttir Ljósmyndir: Leifur Wilberg Orrason