Tix.is

Um viðburðinn

Norska poppstjarnan SIGRID heldur tónleika á Íslandi laugardaginn 7. desember í Laugardalshöll. Sigrid er flestum Íslendingum kunnug enda hefur hún átt fjölmörg lög sem trónað hafa á toppnum á vinsældarlistum á Íslandi síðan skaust með ógnarkrafti fram í sviðsljósið árið 2017 með lagið Don’t Kill My Vibe. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu plötu og fer í kjölfarið í heimstúr með sérstaka viðkomu á Íslandi. 

Sigrid er 22 ára en grípur nú hjörtu tónlistarunnenda um allan heim. Lög eins og High-Five og Sucker Punch hafa verið í stanslausri spilun á útvarpsstöðvum og lagalistum um allan heim nýverið. Hún hefur unnið til verðlauna á borð við BBC Sound of 2019, spilað á risa tónlistarhátíðum á borð við Glastonbury, Coachella, og auðvitað á Iceland Airwaves árið 2017, þar sem hún sló rækilega í gegn í Listasafninu, hitaði upp fyrir George Ezra og Maroon 5 og hefur sungið í geysivinsælum kvöldþáttum eins og Later...with Jools Holland og The Late Late Show with James Corden

Hún er nú komin yfir 400 milljónir spilanir á streymisveitum og hefur fest sig rækilega í sessi sem ein mest spennandi rísandi stjarna sinnar kynslóðar.  

Ekki missa af Sigrid í Laugardalshöll í desember! 

Tvö miðaverð eru í boði:
   -    Standandi:    9.990 kr. (gólf næst sviðinu)
   -    Stúka:          14.990 kr. (númeruð sæti)

Sjá mynd af sal hér 

Umsjón: Sena Live