Tix.is

Um viðburðinn

Vorblót 2019: Traces / Menjar


Þunnt mosalag yfir öllu. Grænn feldur yfir öllu.

Landslagið hreyfist. Hún hreyfist.

Hér, þar sem ivð erum, eru allir á lífi.

Hér er allt á lífi. Þetta fjall minnir á marglyttu. Þessi planta er að reykja. Hún lætur rigna - en bara í augnablik. Hún syngur, Náttúran. Hljómurinn sem ómar milli manneskju og hlutar. Eyra, auga, hvað sem er, ekki neitt, hvorki ofan við né utan, ímyndun, óvættur.

Það andar allt í þessari veröld.


Menjar er alltumlykjandi lifandi innsetning þar sem töfrum þrungið og kvikt landslag tekur breytingum fyrir augunum á þér. Staður þar sem fólk verður að hlutum og dauðir hlutir lifna við, vaxa og fjölga sér.

Menjar er upplifun fyrir öll skynfæri sem máir út mörk okkar á milli og umhverfisins og setur spurningarmerki við stöðu okkar í lífríkinu. Draumkennt landslag sem við minnumst mitt í yfirþyrmandi veruleika þessa sérkennilega heims úr gróðri, vatni og hljóðum.


„Kannski er þess virði að taka áhættuna sem fylgir óneitanlega manngervingu (hjátrú, náttúrudýrkun, rómantík) vegna þess að, þótt það hljómi einkennilega, þá vinnur hún gegn manngyði: Þá er sleginn hljómur milli manneskju og hlutar og ég er ekki lengur ofan við eða utan við ómannlegt umhverfið.“ – Jane Bennett, Vibrant Matter


Verkið er hluti af Vorblóti 2019 – árlegri sviðslistahátíð Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival. Hátíðin kannar mörkin milli dans, leiklistar og tónlistar og gefur gestum tækifæri til að upplifa fjölbreytileika sviðslistanna á einu bretti. Hátíðarpassi veitir forgang á öll 8 sviðsverk hátíðarinnar ásamt 20 % afslætti á kaffihúsi Tjarnarbíós.


Höfundur: Rósa Ómarsdóttir Flytjendur: Inga Huld Hákonardóttir, Rósa Ómarsdóttir, Jeanne Colin og Siet Raeymaekers Samið í samvinnu við: Inga Huld Hákonardóttir, Katie Vickers, Kinga Jaczewska og Tiran Willemse Sviðsmynd: Ragna Ragnarsdóttir Búningar: Ragna Ragnarsdóttir og Wim Muyllaert Hljóðmynd: Sveinbjörn Thorarensen Ljósahönnun: Elke Verachtert Listræn Ráðgjöf: Dries Doubi Framleiðsla: Kunstenwerkplaats Pianofabriek Með-framleiðendur: Kunstenwerkplaats Pianofabriek, Kunstencentrum Buda, Teaterhuset Avant Garden og MTD Stockholm. Verkefnið hlaut styrki frá: Vlaamse Gemeenschap, Vlaamse Gemeenschapscommissie, Nordisk Kulturfond, Nordic Culture Point og Reykjavík Borgarsjóður Verkefnið er stutt af: Beursschouwburg, Stuk and WpZimmer Þakkir fá: Sinta Wibowo, Sandy Williams, Dianne Weller, Hákon Pálsson, Elke Lotens og Atli Bollason