Tix.is

Um viðburðinn
Geigen Galaxy #2 er önnur tónleikaupplifun teknófiðludúósins GEIGEN sem samanstendur af Gígju Jónsdóttur og Pétri Eggertssyni. Geigen Galaxies eru fjarstæðukenndar tónleikaupplifanir þar sem skotist er út fyrir vetrarbrautina með magnþrungnum hljóðum fiðlunnar sem breytast í rafbylgjur og stjörnuryk með þeim afleiðingum að rýmið verður að svartholi og í dansi sínum ferðast áhorfendur á milli sólkerfa.

Teknófiðludúóið GEIGEN var stofnað haustið 2018 þegar leiðir Gígju og Péturs lágu saman í San Francisco. Þau uppgötvuðu að þau höfðu bæði eytt fyrri helming ævinnar í klassískt fiðlunám og lagt hljóðfærið á hilluna sökum staðnaðs tónmenntakerfis. Fiðlan er þeim engu að síður ennþá mikilvæg og sameinuðust þau í áhuga sínum á því að kanna óravídd hljóðfærisins.

GEIGEN er uppreisn gegn hinni klassísku birtingarmynd fiðlunnar, þráin til þess að brjótast út úr hefðbundnum strúktúr, upphafning fiðlunnar og tilraun til þess að færa hana inn í framtíðina. Fyrsta tónleikaupplifun þeirra Geigen Galaxy #1, var haldin í Mengi í byrjun árs 2019.

Höfundar og flytjendur: Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson
Ljósmyndir: Magnús Andersen