Tix.is

Um viðburðinn

ARG viðburðir kynna með stolti:

BARNASKEMMTUN Í HÁSKÓLABÍÓI.

Það eru tveir hlutir sem klikka aldrei, eftir nóttu kemur alltaf dagur og það er aldrei gott veður á sumardaginn fyrsta :) Þess vegna ákváðum við að setja upp barnaskemmtun innandyra.

Ef þig langar að gera eitthvað nýtt og spennandi á sumardaginn fyrsta þetta árið með barninu/börnunum þá er kjörið að kíkja í Háskólabíó því þangað ætla að mæta allra vinsælustu barnaskemmtikraftar landsins til að kæta lítil hjörtu.

Þau sem fram koma eru:

* Lína Langsokkur
* Ronja Ræningjadóttir
* Leikhópurinn Lotta
* Latibær
* Sveppi

Ekkert verður til sparað til að gera skemmtunina sem allra glæsilegasta fyrir börnin og verður öll umgjörð eins og best verður á kosið.

Skemmtunin stendur í ca 1,5 klst og eru börn á öllum aldri boðin hjartanlega velkomin.

Forsala miða hefst 1. apríl (ekki plat) og verður inn á tix.is/sumar

Miðaverð er aðeins 1.990 kr.

ATH. Eitt verð óháð aldri eða staðsetningu í sal.