Tix.is

Um viðburðinn

Cycle Music and Art Festival verður haldin í fyrsta sinn dagana 13. til 16. ágúst 2015, í Kópavogi. Hátíðin einsetur sér að bjóða upp á þverfagleg listaverk eftir alþjóðlegt listafólk, en margir sem koma fram á hátíðinni eru frumkvöðlar á sínu sviði. Verk þeirra liggja á sviði samtímatónlistar, gjörningalistar, myndlistar, hljóðlistar og arkítektúrs, en verkin hverfast þó alltaf um tónlist. Hátíðin er meðal þeirra fyrstu er ber á borð þá blómstrandi þverfaglegu senu tónlistar í samvinnu við aðrar listgreinar. Listamenn, fræðimenn og áheyrendur taka þátt í samtalinu og skiptast á hugmyndum í gegnum tónleika, uppákomur, vinnustofur og málþing og virkja þar með alþjóðlegt samstarf.

Á hátíðinni koma fram framúrskarandi listamenn og má þar helst nefna verðlaunahafa Tónskáldaverðlauna Norðurlandaráðs 2014, tónskáldið Simon Steen-Andersen, hljóðlistakonuna Christinu Kubisch, gjörningalistakonuna og tónskáldið Jennifer Walshe, Kammerkór Suðurlands, tónlistarhópinn Ensemble Adapter, myndlistarmanninn Sigurð Guðjónsson og Gjörningaklúbbinn. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af tónleikum, gjörningum, listasýningum, listaverkabíó, námskeiðum og málþingum.

Hægt er að kaupa miða á eftirfarandi staka viðburði

Opnunartónleikar Cycle Music and Art Festival - Spiegeltunnel (Mirror Tunnel)
Skark Ensemble - Ólafur Elíasson - Páll Ragnar Pálsson
13. ágúst
Kl: 20.00
Staðsetning: Bílastæðakjallari við Tónlistarsafn Íslands
Á opnunartónleikum Cycle listahátíðar verður frumflutt splunkunýtt verk Páls Ragnars Pálssonar, Mirror Tunnel sem er samið fyrir Strengjasveitina Skark undir áhrifum Speglaganga Ólafs Elíassonar. Áhorfendum er boðið upp á einstaka upplifun með nýrri nálgun. Tónlist og skúlptúr endurspeglast hvert í öðru og ekkert er sem það sýnist.

The Total Mountain - Jennifer Walshe
13. ágúst
kl: 22.00
Staðsetning: Salurinn Music Hall, Kópavogur
The Total Mountain er lifandi flutningur hinnar þekktu og einstöku, írsku raddlistakonu Jennifer Walshe á samnefndu verki fyrir rödd, rafhljóð, hljóðfæri og kvikmynd. Verkið var pantað af SWR á síðasta ári og hefur ferðast víða um lönd og verið flutt á þekktustu samtímatónlistarhátíðum heims.

N.I.C.O. & Skark - Unknown
14. ágúst
kl. 22:00
Staðsetning: Kópavogshæli
Tveir áhugaverðir og kreatívir tónlistarhópar mætast frá Litháen og Íslandi og skapa eitthvað sérstakt: kammersveitin N.I.C.O. og SKARK kvartettinn; hér verður sprenging.

Surrounded by Strangers - Kammerkór Suðurlands
15. ágúst
kl.17.00
Staðsetning: Gerðarsafn - Kópavogur
Kammerkór Suðurlands heldur afar fjölbreytta tónleika á Cycle listahátíð, þar sem hann kannar hið óþekkta í tíma og rúmi. Viðburðurinn er styrktur af og er hluti Moving Classics - European Network for New Music, sem er styrkt af Menningaráætlun Evrópusambandsins.

Ensemble Adapter
15. ágúst
Staðsetning: Salurinn Music Hall, Kópavogur
kl: 20.00
Hið íslensk-þýska Ensemble Adapter er einn reyndasti samtímatónlistarhópur Íslands. Hann hefur aðsetur í Berlín og hefur margsannað sig á alþjóðagrundvelli. Adapter hefur nú tekið höndum saman við Cycle listahátíð. Á efnisskrá þessarra tónleika má taka púlsinn á því ferskasta í nútímatónlistarheiminum í dag, m.a. verk eftir handhafa tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015, Simon Steen-Andersen, sem er sérstakur gestur á hátíðinni í ár.

Pinquins - «36.000 Years Alongside Baubo»
15. ágúst
kl. 22.00
Staðsetning: Molinn Ungmennahús Kópavogsbæjar
Einstakt tónverk franska tónskáldsins Brice Catherin: «36.000 years alongside Baubo», er hluti af samstarfsverkefni Pinquins slagverkstríói frá Noregi, Cycle listahátíðar og Moving Classics - European Network for New Music, sem er styrkt af the Menningaráætlun Evrópusambandsins. Verkið er skrifað fyrir Pinquins og áheyrendur sem hafa áhrif á hvernig verkið er flutt, ekki missa af þessu!

Fyrir heimsfrumflutning á verkinu «36.000 years alongside Baubo» bjóða Pinquins áhorfendum að senda þeim ykkar uppáhalds textabrot, ljóð, sögu eða annað á netfangið post@pinquins.no og þú gætir heyrt þitt brot á tónleikunum

Á heimasíðu hátíðarinnar er að finna lista yfir alla þátttakendur hátíðarinnar ásamt dagskrá: cycle.is