Tix.is

Um viðburðinn

Frá Buenos Aires í Argentínu berst hingað með vorvindunum píanóleikarinn Javier Miranda. Javier lauk námi í píanóleik frá Listaháskóla Argentínu (https://una.edu.ar/) og hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn. Javier heldur aðeins eina tónleika í Reykjavík, í Hannesarholti, fimmtudagskvöldið 11. apríl, 2019.  

Á fyrri hluta efnisskrár eru nokkur stutt klassísk píanóverk en á seinni hluta hennar spilar Javier m.a. eigin útsetningar á þekktum argentískum ljóðum og lögum. Hann lýkur dagskránni með því að spila verk konungs argentíska tangósins, Astors Piazzola.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og standa í rúma klukkustund, með hléi. Veitingastaðurinn í Hannesarholti er með opið fram á kvöld. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is