Tix.is

Um viðburðinn

Haustið 2017 hélt Moses Hightower útgáfutónleika í Háskólabíói fyrir plötuna Fjallaloft og komust færri að en vildu. Því var ákveðið að henda í aukatónleika, sem fara fram haustið 2019.

Eins og síðast mun hljómsveitin koma fram ásamt glæsilegri lúðrasveit og völdum meðspilurum, auk þess sem nóg verður af fallegum og litríkum ljósum. Moses Hightower er metnaðarfullt tónleikaband með stórt og fjölbreytt lagasafn sem mun fjölga enn í á árinu, og hlakkar mikið til að leika listir sínar fyrir viðstadda.

Ef vel gengur verður hugsanlega einu kvöldi bætt við haustið 2021.