Tix.is

Um viðburðinn

Fyrsta breiðskífa Náttsólar kemur út þann 20. mars næstkomandi og í tilefni þess slær sveitin til útgáfutónleika á Húrra sama kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og kostar 2000 kr. inn. Miðasala verður við hurð en einnig á tix.is .

Náttsól samanstendur af tónlistarkonunum Elínu Sif Halldórsdóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur og Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur. Hljómur sveitarinnar einkennist af því að öll lögin eru þríradda og tónlistin flokkast undir popp með indie-ívafi.
Náttsól vakti fyrst athygli þegar stelpurnar sigruðu Söngkeppni Framhaldsskólanna árið 2016 með flutningi sínum af “Hyperballad” eftir Björk. Síðan þá hefur sveitin gefið út þrjá “singúla” af komandi plötu, þar á meðal “Hyperballad” ábreiðuna og núna síðast lagið “My Boyfriend is Gay”.

Náttsól mun spila ásamt fríðu föruneyti á Húrra en hljómsveitina skipa þeir: Snorri Örn Arnarson á bassa, Bergur Einar Dagbjartsson á trommur, Benjamín Gísli Einarsson á hljómborð og Bjarni Már Ingólfsson á gîtar.

Tryggðu þér miða! Sjáumst á Húrra 20. mars