Tix.is

Um viðburðinn

Meistari Jakob er frumraun Jakobs Birgissonar í uppistandi. Sýningin hefur hlotið frábærar viðtökur og hefur Jakob stimplað sig rækilega inn í íslensku uppistandssenuna.


Jakob stendur á krossgötum í lífinu. Hann er tvítugur, nýbyrjaður í háskóla og foreldrar hans fluttir vestur yfir haf. Í þessari sýningu reifar hann helstu hversdagsáhyggjur sínar og leggst jafnvel svo lágt að blanda sér í almennt dægurþras Íslendinga, svo sem um strákana okkar, bankamenn og stjórnmálin. En undir einföldu og gleðilegu yfirborði krauma áleitnar spurningar. Æskuminningar sækja á og þær reynist sífellt erfiðara að bæla niður.