Tix.is

Um viðburðinn

• Bátapartýið er frá 12 á miðnætti – 3:30 eftir miðnætti

• DJ Margeir, Klose One og Wankelmut sjá um tónlistina um borð

• Hver viðskiptavinur fær 3 fría drykki sem eru innifaldir í verðinu fyrir partýið

• Ógleymanleg reynsla fyrir einungis 7,900kr

Föstudaginn 19.júní næstkomandi mun Secret Solstice bjóða 200 gestum í einstaka miðnæturs siglingu þar sem gestum gefst kostur á að sigla frá Reykjavík og fylgjast með sólinni strjúka sjóndeildarhringinn.

DJ Margeir, Klose One og Wankelmut sjá um að spila á meðan hvalaskoðunarbáturinn siglir út frá bryggju undir miðnæturssólinni og út á haf. Innifalið í verði eru þrír fríir drykkir á mann ásamt stórbrotnu útsýni yfir strandlínu Reykjavíkur – hinn fullkomni endir á fyrsta degi Secret Solstice 2015.

Aðeins 200 miðar eru í boði fyrir þennan einstaka viðburð. Miðinn kostar 7,900kr og innifalið í verði er rútuferð til og frá höfninni (í boði Reykjavík Excursions), þrír fríir drykkir á mann, einstök miðnæturssigling um Reykjavíkurflóa og öll skemmtun.

ATHUGIÐ: Þetta er aðskildur viðburður og ekki hluti af venjulegri hátíðardagskrá Secret Solstice. Þú þarft ekki að hafa miða á Secret Solstice til þess að geta keypt miða í siglinguna. Framvísa þarf miða í siglinguna til þess að geta farið um borð í rútuna.

ATHUGIÐ: Rútur í miðnæturssiglinguna (þökk sé samstarfsaðilanum okkar Reykjavík Excursions) fara frá Secret Solstice hátíðarsvæðinu á miðnætti. Öllum gestum er ráðlagt að vera mætt á pick up staðinn í síðasta lagi kl. 23:45 föstudaginn 19.júní.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN: I þeim tilgangi að halda öllum gestum öruggum á meðan á siglingunni stendur, verður ekkert utanaðkomandi áfengi leyft um borð í bátinn, og allir gestir eru takmarkaðir við þrjá fría drykki. Allir gestir sem eru undir það miklum áhrifum að skipuleggjendur ferðarinnar dæma yfir örugg mörk verður ekki leyft að fara um borð í rúturnar og ekki leyft að taka þátt í viðburði sem ógildir miðann á þeirra kostnað.