Tix.is

Um viðburðinn


ARG Viðburðir
í samstarfi við Smirnoff kynna:

NÆNTÍS NOSTALGÍA

Eurovision-laugardagskvöldið 18. maí næstkomandi verður slegið upp næntís partýi sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Því tvær af skærustu stjörnum tíunda áratugarins ætla að mæta og gera allt vitlaust í Listasafni Reykjavík.

Það verða engin smá nöfn sem munu troða upp þetta kvöld:

* REEL 2 REAL
I like to move it move it

* The Outhere Brothers
Boom boom bomm og Don´t stop (Wiggle Wiggle)

* Ásamt íslenskum næntís atriðum
(Tilkynnt síðar)

Plötusnúðar kvöldsins verða ekki af verri endanum því að þrír vinsælustu og bestu snúðar landsins frá þessu tímabili ætla að hita upp mannskapinn ásamt því að spila á milli atriða.

Þeir eru:

 DJ Gunni Tutti Frutti
 DJ Arnold Babyface
 DJ Áki Pain

Ekkert verður til sparað til að gera gera upplifun og skemmtun gesta sem allra mesta þetta kvöldið.

Forsala miða verður á tix.is og hefst föstudaginn 15. mars kl. 13:00. Engin þörf verður á að selja íbúðina til að komast í partýið því að miðaverðinu hefur verið stillt í algjört hóf og kostar litlar 5.500 kr. inn.

En þar með er ekki öll sagan sögð því að fyrstu 100 miðarnir verða á sérstöku forsölutilboði, aðeins 3.900 kr.

ATH aðeins 1.000 miðar í boði. Fyrstu kemur, fyrstu fær.

Óli King opnar húsið kl. 23:00 og fyrsta atriðið fer á svið á miðnætti.

I like to move it move it. You like to - MOVE IT!