Tix.is

Um viðburðinn

Leikhúslistakonur 50+ standa fyrir leiklestri á Dansleik eftir Odd Björnsson fimmtudaginn 7.mars kl.20. Aðeins verður um þessa einu sýningu að ræða. 

Dansleikur var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1974 undir leikstjórn Sveins Einarssonar.
Þáttakendur í leiklestrinum í Hannesarholti eru:
Leikstjóri: Jakob S. Jónsson
Sögumaður: Þórunn Magnea Magnúsdóttir                                                    

Leikarar:

Alexander páfi - Sigurður Skúlason

Sesar, sonur hans - Orri Huginn Ágústsson

Jóhann, sonur hans - Kjartan Darri Kristjánsson

Lúkrezía, dóttir hans - Esther Talía Casey

Salóme, huggun hans - Íris Tanja Flygenring

Attendolo, fursti - Jakob S. Jónsson

Mirandolo/Delesta, hertogi - Hlynur Þorsteinsson

Skáldið/leikarinn - Hjalti Rúnar Jónsson

Verkið er hluti af leiklestrum hópsins á verkum Odds Björnssonar í Hannesarholti á vorönn. Næstu verk verða:

Eftir konsertinn í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur 28. og 31. mars.

Þrettánda krossferðin í leikstjórn Sveins Einarssonar 12. og 14. april.