Tix.is

Um viðburðinn

Óperan er byggð á gamanleikriti Beaumarchais og er full af fyndnum uppákomum, misskilningi og óvæntum uppljóstrunum. Verkið hefur engu að síður alvarlegan undirtón og felur í sér leiftrandi ádeilu á samskipti yfirstéttar og alþýðu. 

Sagan gerist í kastala Almaviva greifa, í nágrenni Sevilla. Hinn kvensami greifi rennir hýru auga til Súsönnu, sem er þjónustustúlka eiginkonu hans. Daginn sem Súsanna á að giftast Fígaró hyggst greifinn nýta sér aldagamlan herrarétt til að sænga hjá henni. Greifafrúin og Súsanna taka höndum saman um að leika á greifann, og klækjabrögð þeirra hafa ýmsar kostulegar afleiðingar. 

Ópera um ást, hjónaband, stéttaskiptingu og forréttindi, í nýrri og bráðskemmtilegri uppfærslu. 

Veisla sem kemur á óvart! 

Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Leikstjórn er í höndum John Ramsters og Bridget Kimak hannar leikmynd og búninga.

LISTRÆNT TEYMI

Hljómsveitarstjóri - Bjarni Frímann Bjarnason

Leikstjóri - John Ramster

Leikmynd og búningar - Bridget Kumak

HLUTVERKASKIPAN

Greifinn - Andrei Zhilikhovsky/ Oddur A. Jónsson

Greifynjan - Eyrún Unnarsdóttir

Súsanna - Þóra Einarsdóttir

Figaró - Andri Björn Róbertsson

Cherubino - Karin Björg Torbjörnsdóttir

Marcellina - Hanna Dóra Sturludóttir

Bartólo - Davíð Ólafsson

Basilio/Don Curzio - Sveinn Dúa / Eyjólfur Eyjólfsson

Barbarina - Harpa Ósk Björnsdóttir

Antonio - Valdimar Himarsson

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar