Tix.is

Um viðburðinn

"Sterkari út í lífið" -  Gagnlegir fyrirlestrar um sjálfsmynd barna og unglinga. Foreldrar og fagfólk velkomið.

Dagskrá:

-Sterkari út í lífið:  Verkfæri til að nota heima og í skólanum.

Dr. Þórdís Rúnarsdóttir, sálfræðingur og verkefnisstjóri.

- Líkamsímynd barna og unglinga:  Hvað þurfa foreldrar að vita?

Sólrún Ósk Lárusdóttir, sálfræðingur.

- Nútíminn og börnin okkar.

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.


Hlé


-Núvitund í uppeldi og í skólastarfi.

Anna Dóra Frostadóttir sálfræðingur og Bryndís Jóna Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.


-Fjölskyldan er eins og órói.

Andrés Ragnarsson, sálfræðingur.

-“Strákar gráta ekki” - tilfinningatjáning drengja.

Inga Wessman, sálfræðingur.


-Bara 24 klst í sólarhringnum:  Forgangsröðun fjölskyldunnar.

Heimili og skóli og SAFT.


Fundarstjóri:  Einar Þorsteinsson, Fréttamaður.

Við opnum vefsíðuna sjalfsmynd.is þennan dag en það er forvarnarverkefni sem beint er að foreldrum barna í 1-10 bekk. Ætlunin að aðstoða þau við að styrkja sjálfsmynd barna sinna með sérstakri áherslu á viðnám við áhrifum samfélagsmiðla.   Kennarar og annað fagfólk getur einnig nýtt sér efni síðunnar.

Að verkefninu koma yfir 50 sálfræðingar og annað fagfólk frá Sálfræðingum Höfðabakka, Litlu Kvíðameðferðarstöðinni, Núvitundarsetrinu,  Samtökum um líkamsvirðingu og Landssamtök foreldra - Heimili og Skóli. Aðrir samstarfsaðilar eru Eyjólfur Jónsson sálfræðingur, Erla Björnsdóttir sálfræðingur, Jóhann Björnsson heimspekingur og Tvist auglýsingastofa.    

Vefsíðan verður kynnt á þessu málþingi en hún er stútfull af þekkingu og fræðslugreinum.  Einnig verður á síðunni svokölluð verkfærakista sem inniheldur 7 námskeið sem foreldrar geta farið í gegnum með börnum sínum heima. Hvert námskeið kemur í þremur útgáfum, fyrir hvert skólastig. Tekin eru fyrir þau atriði sem skipta mestu þegar við viljum styrkja sjálfsmynd okkar:

1. Hugsanir og tilfinningar

2. Bjargráð

3. Gildin í lífinu

4. Samkennd (self-compassion)

5. Líkamsímynd

6. Gagnrýnin hugsun

7. Núvitund og hugarró

Á síðunni verður líka svokallaður "bekkjarsáttmáli" sem býður foreldrum bekkja upp á að tala sig saman um mikilvæg atriði hvað þetta varðar. Hann verður stuttur og einfaldur þar sem fagfólk setur fram mikilvægustu atriðin hvað varðar samfélagsmiðla, skjánotkun og svo eflingu sjálfsmyndar.