Tix.is

Um viðburðinn

„Þið hafið ekki girt bæinn ykkar af, heldur hafið þið lokað ykkur inni með drápsjúkri skepnu”

Istan fjallar um lítinn bæ á Bretlandseyjum á 19 öldinni. Dularfullir atburðir eiga sér stað í smábænum Istan og samfélagið reynir að komast að því hvað sé um að vera í fallega, einfalda smábænum þeirra. En ástandið verður alltaf verra og verra.

Leikarinn Albert Halldórsson leikur alla bæjarbúa Istan.

Istan var fyrst sett upp sem útskriftarverk sviðshöfundarins Pálma Freys Haukssonar í Listaháskólanum á síðasta ári, en hefur núna ratað á fjalir Tjarnarbíós.


Leikstjórn og handrit: Pálmi Freyr Hauksson 
Aðstoðarleikstjóri: Tómas Helgi Baldursson
Leikari: Albert Halldórsson