Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr vakti fyrst athygli þegar hann var valinn rafheili Músíktilrauna árið 2012 hljómsveit hans, RetRoBot fór með sigur af hólmi sömu keppni. Stuttu eftir kom út platan Blackout, en það varð eina plata RetRoBot og fylgdi sveitin henni eftir með tónleikum vítt og breitt um landið.

Áður en Daði Freyr skaust upp á stjörnuhimininn í forkeppni Eurovision árið 2017 hafði hann flust búferlum til Berlínar og gefið út plötu undir nafni einmenningshljómsveitar sinnar ‘Mixophrygian’ sem vakti þó nokkra athygli í neðanjarðarsenum rafpoppsins.

Framkoma Daða og Gagnamagnsins á laginu ‘Hvað með það’ í forkeppni Eurovision árið 2017 átti síðan eftir að heilla Íslendinga upp úr skónum, en keppninni fylgdi gríðarleg athygli og hefur Daði átt góðu gengi að fagna allar götur síðan. Samdi hann meðal annars lag áramótaskaupsins árið 2017 ásamt því að vera afar eftirstóttur á hvers kyns tónlistaviðburði vítt og breitt um landið. Árið 2018 flutti Daði með Árnýju unnustu sinni til Kambódíu í hálft ár og gerðu þau menningarþættt fyrir Rúv um þessa nýju heimahaga sína sem nutu einnig mikilla vinsælda.

Enn býr Daði Freyr í Berlín og er heimferð til Íslands ekki á dagskrá fyrr en um mitt sumar, fyrir utan þessa nokkra daga í byrjun mars! Við hvetjum því alla þá sem vilja dansa með Daða Frey að mæta á tónleika föstudaginn 8. mars. Tryggðu þér miða í tæka tíð þar sem Dillon er lítill staður og miðar því af skornum skammti!

Um upphitun sér Jökull Logi:

Alinn upp á Stokkseyri en búsettur í Reykjavík kemur Jökull Logi, hipp hopp pródúser sem gaf út sína fyrstu EP plötu, In Wedding, seinasta sumar en lögin á henni eru stutt, róleg og djassskotin. Saxófónleikarann Sölva Kolbeinsson fékk hann sér til liðs í lögunum Oldsmobile og Conversations, og rapparann Matty Wood$ í laginu Kush no. 5. Með meira efni í vændum, spilar Jökull Logi gömul lög í bland við ný og má reikna með ljúfri kvöldstund vafinni ylhlýjum tónum.

Miðaverð:
2.000 kr hér á tix (forsölu lýkur kl 18:00 á tónleikadag)
3.000 við hurð