Tix.is

Um viðburðinn

UPPHAF TÆVANSKRA KVIKMYNDADAGA Á ÍSLANDI 8.-24. MARS – FRÁSAGNIR FRUMKVÖÐLA!

FilmTaiwan kunngerir hér með opnun Tævanskra Kvikmyndadaga á Íslandi og Bretlandi. Áhersla kvikmyndadaganna verður á langa og stormasama sögu Tævan og þá fjölbreyttu menningararfleið landsins sem óháð tævanskt kvikmyndagerðarfólk hefur beint sjónum sínum og óritskoðuðum linsum að. Boðið verður upp á spennandi úrval kvikmynda sem taka til víðtækra viðfangsefna sem annað hvort eru sérstaklega í deiglunni í Tævan eða hafa alþjóðlegri skírskotun – svo sem réttindi hinsegin fólks, þjóðaruppruna, landréttindi, umhverfismál og stjórnmál. Rödd Tævan, sem eina mandarínsku-mælandi ríki heims þar sem tjáningarfrelsinu er veittur stuðningur, er sterk þegar segja þarf sögur sem aðrir geta ekki tjáð.

Kvikmyndadagarnir munu fyrst fara fram á Íslandi frá 8. – 24. mars
Opnunarmyndin, „Ofur Búdda“, verður sýnd sem hluti af StockFish Film Festival og aðrar myndir á dagskránni verða sýndar í Bíó Paradís og Iðnó, menningarhúsi við Reykjavíkurtjörn.

  • Fös. 8. mars: Ofur Búdda+ // The Great Buddha + Director Huang Hsin-Yao Q&A Stockfish - Film Festival & Industry Days
  • Mið. 13. mars: Stuttmyndir frá Tævan // Taiwanese Short Films
  • Fös. 15. mars: Aðeins Hafið Veit // Long Time No Sea
  • Sun. 17. mars: Guð Maður Hundur // God Man Dog
  • Sagnamaðurinn frá Tævan - Myndir eftir kvikmyndagerðarmanninn Wei Te-Sheng:
    • Mið. 20. mars: Hermenn Regnbogans: Seediq Bale // Warriors Of Rainbow: Seediq Bale +Q&A + PreScreening drinks reception
    • Fös. 22. mars: Cape No.7 +Q&A
    • Sun. 24. mars: KANO +Q&A