Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út sína aðra breiðskífu í nóvember síðastliðnum sem ber heitið Afsakanir. Af því tilefni ætlar Auður að blása til tónleika á Græna Hattinum 23. febrúar næstkomandi.


Auður og platan hans Afsakanir hefur fengið frábærar viðtökur en hann frumflutti plötuna á Iceland Airwaves og fékk mikið lof fyrir. Platan hefur vakið mikla athygli fyrir að vera framsækin, einlæg og beinskeitt og sumir gagnrýnendur og tónlistarnöllar vilja meina að hún sér tímamótaplata í íslenskri R&B-tónlist. Nýja platan verður leikin í heild sinni en einnig hans þekktustu lög af fyrri útgáfum. Það er alltaf mikil upplifun að sjá Auður á sviði og honum hlakkar mikið til þess að heimsækja Akureyri og koma fram á Græna Hattinum í fyrsta skipti.