Tix.is

Um viðburðinn

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur einn heimaleik í febrúar í forkeppni að undankeppni EuroBasket 2021 en þá mæta strákarnir okkar liði Portúgals í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 21. febrúar kl. 19:45.


Þetta er annar heimaleikur liðsins í keppninni en á undan hafa strákarnir leikið heima gegn Belgíu og úti gegn Portúgal þar sem heimamenn unnu með þremur stigum. Lið Portúgals er öflugt en það er íslenska liðið okkar einnig og strákarnir ætla sér sigur á heimavelli en til þess þurfa þeir góðan stuðning áhorfenda.


Einn besti leikmaður íslenskrar körfuboltasögu, Jón Arnór Stefánsson, mun leika sinn 100. landsleik og janframt sinn síðasta fyrir íslenska landsliðið þar sem hann mun setja landsliðsskónna upp í hillu og hvetjum við alla körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna og styðja liðið til sigurs og jafnframt kveðja Jón Arnór og þakka fyrir hans framlag í gegnum tíðina með dyggum stuðningi á pöllunum!


Sjáumst í Laugardalshöllinni 21. febrúar!