Tix.is

Um viðburðinn


Föstudaginn 22. febrúar fagnar vefiðnaðurinn á Íslandi vel unnum störfum á síðasta ári og verðlaunar þá sem þykja hafa skarað fram úr. Að því loknu sleppum við fram af okkur beislinu, tölum bransa, förum á trúnó og dönsum við taktfasta tóna DJ SVEF fram eftir kvöldi.

Kynnar kvöldsins verða engar aðrar en þær Dóra Jóhannsdóttir og Saga Garðarsdóttir. Þessir frábæru grínhöfundar og leikkonur eru orðnar þjóðþekktar. Fæst okkar hafa gleymt því þegar Saga var ein í þessu hlutverki fyrir nokkrum árum og nú snýr hún aftur ásamt Dóru vinkonu sinni og samstarfskonu undanfarin ár. Þær einar og sér er næg ástæða til að láta sig hlakka til kvöldsins!

Gleðin hefst kl 19:00 með freyðivíni og gómsætum pinnamat. Eftir afhendingu verðlauna verður meira gott að borða og hefst þá partý þar sem DJ spilar fram til kl. 01.

-

ATHUGIÐ: Vinsamlegast athugið að ókeypis er inn á Íslensku vefverðlaunin fyrir meðlimi SVEF en þeir þurfa samt sem áður að fara í gegnum kaupferlið hér á Tix til að fá sinn miða. Ef miði er "keyptur" á "meðlimaverði" þá verður viðkomandi skráður í félagið, sé hann ekki félagi fyrir, og rukkaður um árgjald (14.900 kr.).

-

Hópar
Hægt verður að taka frá hringborð fyrir fyrirtæki með marga gesti. Hvert borð tekur 8 manns.

Vín er val
Við tökum við pöntunum en Hilton Nordica rukkar fyrir. Hægt er að velja um eftirfarandi vínpakka (2 drykkir á mann):

A) 2 léttvínsflöskur (hvítt/rautt er val) og 6 bjórar 18.890 kr.
B) 1 léttvínsflaska (hvítt/rautt er val) og 11 bjórar 17.490 kr.
C) 16 bjórar 16.000 kr.

Til að panta borð fyrir hópa skal senda póst á bokhald@svef.is með subjectinu #pant. Nauðsynlegt er taka fram: Fyrirtæki / kt., fjölda starfsfólks og símanúmer ef kaupa á vín.

-

Við minnum einnig á IceWeb ráðstefnuna sem fer fram fyrr um daginn, miðasala fer fram hér.

-

Íslensku vefverðlaunin fyrir árið 2018 verða veitt í 11 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Flokkar sem hægt er að senda inn í:
Fyrirtækjavefur ársins (lítil fyrirtæki)
Fyrirtækjavefur ársins (meðalstór fyrirtæki)
Fyrirtækjavefur ársins (stór fyrirtæki)
Markaðsvefur ársins
Vefverslun ársins
Efnis- og fréttaveita ársins
Opinberi vefur ársins
Vefkerfi ársins
App ársins
Samfélagsvefur ársins
Gæluverkefni ársins

Dómnefnd veitir þar að auki tvenn auka verðlaun fyrir vefi sem skara fram úr:
Hönnun og viðmót
Vefur ársins

Að lokum verður veitt viðurkenning fyrir aðgengilegasta vefinn.