Tix.is

Um viðburðinn

Haukur Morthens hóf söngferil sinn 19 ára gamall og var einn ástsælasti og þekktasti dægurlagasöngvari fyrr og síðar hér á Íslandi.

Arnar Dór hefur verið mikill aðdáandi síðan hann var lítill og alltaf verið draumur að setja upp tónleika til heiðurs Hauki. Arnar er frá Reykjanesbæ og því lá best við að halda tónleikana í hans elskulega heimabæ og að sjálfsögðu í Hljómahöll.

Lög Hauks Morthens eru yndisleg og eilíf, og þarna finna allir eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir, m.a. Með blik í auga, Hæ mambó, Til eru fræ, Þrek og tár, Lóa litla á Brú og Ó, borg mín borg.

Hljómsveit kvöldsins er alveg hreint frábær og lofa þau öll miklu stuði, gæsahúð og frábærri stemningu.

FRAM KOMA:

- Arnar Dór Hannesson - söngur
- Alma Rut - söngur og raddir
- Helgi Már Hannesson - píanó
- Páll E. Pálsson - bassi
- Bent Marinósson - gítar
- Jón Borgar Loftsson - trommur
- Rafn Hlíðkvist Björgvinsson – hljómborð, harmonika og kassagítar
- Íris Hólm - raddir

UM HAUK MORTHENS

Haukur Morthens fæddist við Þórsgötu í Reykjavík 17. maí 1924. Foreldrar hans voru Edvard Morthens frá Nærö í Noregi og Rósa Guðbrandsdóttir húsmóðir.

Fyrsta plata hans kom út árið 1954, en það ár komu út níu tveggja laga plötur með honum. Hann söng með danshljómsveitum í um 40 ár og inn á fjölmargar hljómplötur.

Haukur stofnaði sína eigin hljómsveit árið 1958, fór í tónleikaferðir og hlaut verðlaun og viðurkenningar í dægurlagakeppnum erlendis.

Haukur var föðurbróðir tónlistarmannsins Bubba Morthens og listmálarans Tolla. Hann lést á heimili sínu 13. október 1992 eftir langvarandi veikindi, 68 ára að aldri.