Tix.is

Um viðburðinn

Margverðlaunuð heimildamynd um fjallaklifrarann Alex Honnold sem fylgir ævidraumnum um að klífa hinn heimsfræga og þverhnípta klettavegg El Capitan í Yosemite þjóðgarðinum. Þetta gríðarlega þrekvirki afrekaði Alex fyrstur manna einn og óstuddur án reipis og annars öryggisbúnaðar, en þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta afrek í sögu klettaklifurs.

Myndin FREE SOLO er grípandi, náin og vægðarlaus sýn á solo-klettaklifrarann Alex Honnold, þar sem fylgst er með honum við undirbúning og framkvæmd þessa gríðarlega afreks. Heimildamyndagerðarmaðurinn E. Chai Vasarhelyi, sem hlotið hefur mörg verðlaun fyrir verk sín, og hinn heimsþekkti ljósmyndari og fjallamaður Jimmy Chin slógust í för með Alex til að festa allt á filmu.

Ekki missa af einni svakalegustu heimildamynd allra tíma sem hefur bókstaflega sópað til sín verðlaunum og gagnrýnendur keppast við að ausa lofi, en myndin er meðal annars tilnefnd til Óskarsverðlaunanna 2019 sem besta heimildamynd.

ATH! Eingöngu sýnd í takmarkaðan tíma í Bíó Paradís - á ensku en án texta!