Tix.is

Um viðburðinn

Ungar athafnakonur (UAK) halda í annað sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og í ár ber ráðstefnan yfirskriftina Brotið glerþak til frambúðar.

Frú Vigdís Finnbogadóttir mun opna ráðstefnuna og meðal fyrirlesara á verða Ragnhildur Ágústsdóttir, Bergur Ebbi Benediktsson, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, María Rut Kristinsdóttir og Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir. Auk fyrirlestra verða tvær panelumræður á dagskrá en nánari upplýsingar má finna á www.uak.is.

Innifalið í miða á UAK daginn er aðgangur að ráðstefnunni, hádegisverður, kokteilboð Kviku eftir að dagskrá lýkur og gjafapoki.