Tix.is

Um viðburðinn

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir hóf söngnám hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar. Að framhaldsprófi loknu hélt hún til Þýskalands og stundaði söngnám á háskólastigi við Tónlistarháskólann í Freiburg hjá Prof. Angela Nick í þrjú ár. Hún skipti svo yfir í Listaháskóla Íslands og lauk síðasta árinu í bakkalárnáminu hjá Þóru Einarsdóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Kristni Sigmundssyni. Í framhaldi af því stundaði hún nám á meistarastigi við sama skóla í frumkvöðlastarfi, sköpun og miðlun eða NAIP(New Audiences and Innovative Practice) með söng sem aðalfag.

Heiðdís Hanna sigraði í keppninni Ungir einleikarar og kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar 2016. Sama ár þreytti hún frumraun sína á óperusviðinu í hlutverki Zerlinu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Don Giovanni eftir Mozart. Á árunum 2015-2017 kom hún reglulega fram á tónleikum í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu. Heiðdís Hanna hefur einnig starfað með rafpönkhljómsveitinni HATARI og kom fram með þeim á Hlustendaverðlaununum 2018. Síðasta sumar söng hún í fysta skipti hlutverk 1.Dömu í uppfærslu Escales Lyriques á Töfraflautunni eftir Mozart á frönsku eyjunni Ile d‘Yeu.

Heiðdís Hanna útskrifaðist vorið 2018 úr NAIP meistaranámi frá Listaháskóla Íslands og starfar nú sem sjálfstætt starfandi söngkona.

http://www.heiddishanna.com/