Tix.is

Um viðburðinn

Secret Solstice Festival kynnir ICERAVE

Secret Solstice hátíðin er stolt af því að halda fyrsta partí sögunnar undir jokli, yfir hátíðina sjálfa 2015, fyrir einungis 70 gesti.

Á atburðinum koma fram Totally Enormous Extinct Dinosaurs og Artwork í hellum Langjökuls, og gestum verður gert kleyft að skemmta sér ofan í ísnum á næst-stærsta jökli Evrópu á allt að 520m dýpi. Kokteilar verða blandaðir fyrir gesti innan í ísnum þökk sé Reyka Vodka og er flutningur á svæðið, hressingar og matur allt innifalið á þessum einstaka viðburði.

Farið verður frá Reykjavík á Laugardagskvöldi á 20.júní 2015 klukkan 23:45 , og komið til bara til Reykjavíkur klukkan 07:00 að morgni Sunnudagins 21.júní (heildarlengdferðar er um 7 klukkustundir). EINUNGIS 70 GESTIR komast á ICERAVE. Þú verður hluti af sögunni þegar þú kaupir miða á ICERAVE á einungis 29.900 kr.

Það sem er innfalið:

1. Miði á "ICERAVE", fyrsta partí heimsins undir jökli.
2. Ferð um manngerða hellakerfið undir Langjökli með leiðsögumanni.
3. Totally Enormous Extinct Dinosaurs og Artwork koma fram.
4. Tveir kokteilar blandaðir á staðnum undir jöklinum af Reyka Vodka.
5. Allur ferðakostnaður milli Reykjavíkur og Langjökuls.
6. Matur og drykkur á leið til og frá jöklinum.
7. Ljósmynd tekinn af atvinnuljósmyndara svo ferðin gleymist aldrei.
8. Einstök upplifun sem einungis 70 gestir fá að vera hluti af.

ATHUGASEMD VEGNA MIÐA: ICERAVE er ekki hluti af venjulegir dagskrá Secret Solstice 2015, og er því selt sér á viðbuðrinn. Hátíðarpassin þinn á Secret Solstice 2015 veitir þér ekki aðgang að Icerave, einungis þessir 29.900kr miðar gera það.

ÖRYGGISVIÐVÖRUN: I þeim tilgangi að halda öllum gestum ICERAVE öruggum á meðan á dvöl undir jökli stendur, verður ekkert utanaðkomandi áfengi leyft á meðan á ICERAVE stendur, og allir gestir eru takmarkaðir við tvo drykki (sem eru innifaldir í pakkanum). Allir gestir sem eru undir það miklum áhrifum að skipuleggjendur ferðarinnar dæma yfir örugg mörk verður ekki leyft að fara um borð í rútur til Langjökulls og ekki leyft að taka þátt í ICERAVE sem ógildir miðann á þeirra kostnað.