Tix.is

Um viðburðinn

Grunn námskeiðið í eldamennsku er byggt upp þannig að um er að ræða tveggja tíma námskeið þar sem fram fer sýnikennsla og umræða.

I byrjun er farið yfir grunn tæki og áhöld í eldhúsi, hvað þurfum við að eiga til þess að gera eldamenskuna skemmtilegri. Síðan er farið í grunn eldun á fisk, kjöti, súpu og sósu. Hvernig eldum við fiskinn þannig að hann verði "crispy" og góður? Lærum að gera kjötið rétt medium,medium well o.s.frv. steikjum og bökum, lögum geggjaða sósu bæði fyrir fisk og kjöt og förum yfir hvaða meðlæti er gott að hafa með. Við endum svo á að læra að gera geggjaða kókos karrý súpu sem allir þáttakendur fá síðan einnig að borða og njóta. Á þessum tveimur tímum munum við leggja áherslu á að gera menn öruggari og glaðari í eldhúsinu og að getað töfrað fram frábæra rétti hjálparlaust.

Innifalið í námskeiðinu er. Kókos karrý kjúklingasúpan okkar fæga, uppskrifta bæklingur með grunn uppskriftum og símanúmerið hjá Jóni sem má nota í neyð:)