Tix.is

Um viðburðinn

Falleg, rómantísk, þekkt klassísk lög á hádegstónleikum í Hannesarholti.
TRÍO GRANDE Flytjendur: Rúnar Þór Guðmundsson - tenór Alexandra Chernyshova - sópran Helgi Hannesson - pianó

Helgardögurður á boðstólnum á veitingahúsinu frá kl.11.30, ásamt kaffi og heimabökuðu bakkelsi.

Flytjendur:
Rúnar Þór Guðmundsson byrjaði snemma að læra tónlist í Tónlistarskóla Keflavíkur og lærði meðal annars á trompet/althorn og gítar. Árið 1998 byrjaði Rúnar í karlakór keflavíkur samfara því hóf hann söngnám við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar undir handleiðslu Sigurðar Sævarssonar . Árið 2001 hóf hann nám í Söngskóla Reykjavíkur undir handleiðslu Guðmundar Jónssonar og samfara því sótti hann einkatíma hjá Sigurði Demetz sem hafði verið stórt nafn í óperuheiminum í Evrópu og meðal annars sungið á La Scala í Milanóborg á Italíu. Rúnar lauk burtfararpófi í söng árið 2008 með hæstu einkunn undir handleiðslu Guðbjörns Guðbjörnssonar. 2009 - 2010 flutti Rúnar til Ítalíu þar sem hann tók einkatíma hjá Kristjáni Jóhannsyni, tenór, sem sungið hefur í stórum húsum um allan heim. Rúnar Þór hefur tekið þátt í fjölda Masterclass með kennurum frá öllum heimshornum. Árið 2010 var Rúnar Þór í öðru sæti í alþjóðlegri söngvarakeppni í New York, USA. Á námstímanum á Íslandi söng Rúnar í Óperustúdíói Íslensku Óperunnar og kom fram á tónleikum á vegum íslensku Óperunnar. Undanfarinn ár hefur Rúnar búið starfað og numið í Noregi og Danmörku þar sem hann hefur tekið þátt í fjölda verkefna.

Alexandra Chernyshova var valin meðal 10 framúrskarandi unga Íslendinga árið 2014 fyrir framlag sitt til menningar á Íslandi. Hún hefur lokið M.Mus frá Listaháskóla Íslands, M.Ed. frá Háskólanum í Kiev, Masters gráðu í óperusöng og söngkennarapróf frá Odessa Tónlistarakademíunni og Glier High Music College og sömuleiðis BA frá National Kiev Linguistic University. Alexandra stofnaði Óperu Skagafjarðar árið 2006, Söngskóla Alexöndru og stúlknakór Draumaradda Norðursins árið 2008. Alexandra hefur sungið víða um Ísland, Evrópu, New York og auk þess í Kína og Japan. Í Úkraínu var hún valin “Nýtt nafn Úkrainu” árið 2002 og vann alþjóðlega óperukeppni í Rhodes, Gríkklandi sama ár. 

Alexandra hefur gefið út þrjá einsöngs geisladiska “Alexandra soprano” (2006), “Draumur” (2008) og “You and only you” (2011). Hún hóf feril sinn á sviði sem einsöngvari hjá Kiev Academic Musical Theater of Opera and Ballet. Sumarið 2013 kom hún fram í fyrsta skipti hjá New York Contemporary Opera, auk þess sem hún hefur sungið sem einsöngvari með Óperu Skagafjarðar. Meðal hlutverka sem Alexandra hefur sungið eru Zerlína, Natalka Poltavka, Violetta Valery, Lucy, Gilda, Nætturdrottningin og fleiri og síðan söng hún hið nýskapaða óperuhlutverk Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í óperunni “Skáldið og Biskupsdóttirin” og Álfadrottninguna í barnaóperunni “Ævintýrið um norðurljósin”. www.alexandrachernyshova.com

Helgi Hannesson lauk burtfararprófi vorið 2000 frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar undir handleiðslu Önnu Málfríðar Sigurðardóttur. Hann hefur komið víða við sem píanóleikari, t.d á Spáni, Austurríki, á mörgum Norðurlandanna og í Bandaríkjunum þar sem hann lauk samtímatónlistarnámi frá MI í Los Angeles. Hann hefur leikið með ýmsum jazz og danshljómsveitum við hin ýmsu tækifæri og hefur undanfarin 12 ár starfað með Davíð Ólafssyni bassa og Stefáni Helga Stefánssyni tenór. Hann starfaði sem meðleikari í Söngskóla Sigurðar Demetz í hartnær 10 ár. Þessi misserin kennir hann píanóleik einmitt við Tónskóla Sigursveins ásamt því að koma fram með ýmsum kórum, þar sem hann býr að víðtækri reynslu sem kórpíanisti frá 16 ára aldri. Hann fæst einnig við að semja tölvutónlist í samstarfi við raftónlistamanninn, Auratic. Auk þess kemur hann fram sem organisti við athafnir svo sem brúðkaup og jarðarfarir. https://m.facebook.com/helgipianoleikari/