Tix.is

Um viðburðinn

Föstudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:00 blæs Óháði kórinn til tónleika til styrktar Rótinni - félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Kórinn kemur fram ásamt hljómsveit undir stjórn Kristjáns Hrannars Pálssonar. Á efnisskránni er m.a. Tom Odell, Depeche Mode, Mugison auk frumsaminna laga eftir kórstjórann. Miðaverð 1.500kr. og allur ágóði rennur til Rótarinnar. Fjölmennum til styrktar góðu málefni!Rótin var stofnuð 8. mars 2013 með því markmiði að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið hefur lagt áherslu á að halda uppi gagnrýnni umræðu um fíknimeðferðarkerfið með því að halda umræðukvöld, málþing, taka þátt í rannsóknum, þrýsta á stjórnvöld um bætt gæði og gæðaeftirlit, með því að halda námskeið og nú síðast með stofnun sjálfshjálparhópa. Þá stendur fyrir dyrum önnur ráðstefna Rótarinnar, og samstarfsaðila hennar, "Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn" sem haldin verður í lok febrúar. Sjá nánar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/islenska/