Tix.is

Um viðburðinn

Íslenska jazzrokksveitin Gammar hefur leitt saman hesta sína á ný eftir langa hvíld. Hljómsveitin var á sínum tíma atkvæðamikil í jazz-rokk tónlistinni á Íslandi og gaf út 3 hljómplötur með frumsömdu efni. Á tónleikunum leika þeir félagar nýtt efni í bland við eldri lög. Nánast allt efni hljómsveitarinnar er frumsamið og því hér tilvalið tækifæri til að hlýða á nýtt jazz-rokk efni frá íslenskri hljómsveit.

Stefán S. Stefánsson, saxófónn
Björn Thoroddsen, gítar
Þórir Baldursson, píanó og orgel
Bjarni Sveinbjörnsson, bassi
Sigfús Óttarsson, trommur