Tix.is

  • 3. - 5. maí 2019
Um viðburðinn

Íslendingar hafa staðið sig frábærlega í CrossFit íþróttinni alveg frá því að keppni í henni hófst fyrst. Á síðastliðnum 8 árum hafa Annie Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir báðar í tvígang hampað titlinum “Fittest Woman on Earth”. Jafnframt hafa Björgvin Karl Guðmundsson, Sara Sigmundsdóttir, Þuríður Helgadóttir og Eik Gylfadóttir náð frábærum árangri á stærstu mótum íþróttarinnar. Þrátt fyrir allt þetta þá hefur aldrei verið haldin stór alþjóðleg keppni á Íslandi… fyrr en nú!

REYKJAVIK CROSSFIT CHAMPIONSHIP verður haldin í Laugardalshöll dagana 3. - 5. maí næstkomandi. Keppnin er liður í hinu nýja keppnisfyrirkomulagi CrossFit íþróttarinnar og er ein af 14 “CrossFit Sanctionals” keppnunum sem geta tryggt þátttökurétt á Heimsleikunum (The CrossFit Games) sem fram fara í Madison, Wisconsin um Verslunarmannahelgina.

Þrjár tegundir af miðapökkum eru í boði. Regular, VIP og Competition Pass. Allir miðar gilda alla helgina. Regular  tryggir númerað sæti á keppninni. VIP pakkinn gildir fyrir sæti í VIP stúkunni, flýtiaðgang inn á keppnina, séraðgang að stúkunni, opinn bar og hlaðborð í sér VIP sal, “valet” bílastæði og ýmislegt fleira sem nánar verður tilkynnt síðar. Competition Pass tryggir aðgang í stæði við keppnisgólfið.

 

Miðaverð er 9.900kr. fyrir Competition Pass, 10.900 kr. fyrir Regular miða og 51.750 kr. fyrir VIP miða (takmarkað upplag)