Tix.is

Um viðburðinn

Rómantísk Parísarstemning

Bergljót Arnalds söngkona, Birgir Þórisson píanóleikari, Margrét Arnar harmónikkuleikari skapa Parísarstemningu þann 21. mars næstkomandi. Kveikt verður á kertaljósum kl.20 og gestir hlýða á gullfalleg lög sem Edith Piaf, Jacques Brel, Josepth Kosma og Charles Aznavour hafa gert fræg. Tónleikarnir eru fyrir alla þá sem vilja upplifa ljúfa tóna frá borg ástarinnar og hverfa þangað eina kvöldstund.

Bergljót Arnalds söngkona og leikari hefur komið fram á fjölda tónleika bæði hérlendis og erlendis. Fyrir rúmu ári gaf hún út sinn fyrsta sólódisk „Heart Beat“ en áður hafði hún samið 35 lög fyrir tónlistardiskinn „Stafakarlarnir. Bergljót hlaut AUÐAR-verðlaunin fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun þegar hún gaf út fyrsta íslenska margmiðlunardiskinn. Bergljót bjó um tíma í París og Austur-Kongó. Hún er með gullfallega rödd og syngur á frönsku á tónleikunum.

Birgir Þórisson píanóleikari hefur tekið þátt í fjölda tónleika, spilað bæði í áhugaleikhúsum og atvinnuleikhúsum, böllum og spilað inná upptökur. Hann hefur haft það að markmiði sínu að spila sem fjölbreyttasta tónlist og hefur tekið þátt í mörgum mjög ólíkum verkefnum, allt frá klassík yfir í jazz og popp. Hann hefur stjórnað tónlist í leiksýningum og söngvakeppnum og fer liprum höndum um Steinway flygilinn í Hannesarholti á tónleikunum „Undir Parísarhimni“.

Margrét Arnar hefur komið víða við og finnst gaman að víkka út rammann í harmonikkuspili Meðal verkefna sem hún hefur tekið þátt í eru Edith Piaf tónleikar í Hörpu og Spaðadrottningar Bubba Morthens. Margrét er velkunnug leikhúsinu og hefur meðal annars tekið þátt í sýningum í Tjarnarbíói. Hún hefur einnig spilað með hljómsveitinni Prins Póló. Harmónikkuleikur Margrétar gefur tónleikunum „Undir Parísarhimni“ enn meiri Parísarblæ enda má oft heyra skemmtilegan harmónikkuleik á götum Parísarborgar.