Tix.is

Um viðburðinn

Verið hjartanlega velkomin í KakóRó þar sem við róum líkama, huga og sál með leiddri hugleiðslu, öndunaræfingum, tónferðalagi og djúpri slökun. Við drekkum 100% hreint kakó frá Guatemala til að dýpka ró og tengingu inn á við. Hljómar kristalalkemíuskála og gongsins setja svo punktinn yfir i-ið.

KakóRó kostar 3900 krónur. Takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram. Ef einhverjar spurningar vakna er þér velkomið að hafa samband í gegnum tölvupóst á kamilla@kako.is. Ljósheimar eru í Borgartúni 3, 3. hæð.

Kakóið sem við drekkum frá regnskógum Guatemala er svokallað “ceremonial grade cacao” og sannkölluð ofurfæða. Kakó er blóðflæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Hér má lesa nánar um kakó.

KakóRó leiðir Kamilla Ingibergsdóttir yogakennari en hún hefur stundað yoga og hugleiðslu um árabil. Hér má lesa meira um Kamillu.